Styrkleikalisti 1. júní keyrður upp aftur
Styrkleikalisti fyrir 1. júní 2019 hefur verið keyrður upp aftur og er hann kallaður eftir viku 31. Að þessu sinni er búið að taka út þá leikmenn sem síðast kepptu á borðtennismótum árið 2014 og fyrr. Núna sjást því eingöngu leikmenn á listanum sem hafa keppt á mótum á Íslandi árin 2015-2019.
Hægt er að sjá styrkleikastig leikmanna, sem kepptu til 1. nóv. 2015 en hafa ekki keppt síðan í síðustu útgáfu styrkleikalistans á eldra formi í Excel skjali í hægri dálki á forsíðunni (Styrkleikalisti 1. nóv. 2015). Þetta var síðasti listinn sem birtur áður en listinn var fluttur yfir til Tournament Software. Snúi einhverjir þessara leikmanna aftur til keppni skal raða þeim skv. þeim stigum sem eru í þessu Excel skjali.
Næsti hefðbundni styrkleikalisti verður birtur 1. október 2019. Fyrir þann tíma verður búið að hreinsa út af listanum leikmenn sem ekki hafa leikið síðan árið 2015, skv. reglugerð um styrkleikalista.
Forsíðumynd af Gesti Gunnarssyni frá EM unglinga, tekin af fésbókarsíðu BTÍ.