Styrkleikalisti 1. maí hefur verið birtur á vefnum
Styrkleikalisti fyrir 1. maí 2023 (kallaður eftir viku 19) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.
Við þessa uppfærslu hefur Coca-Cola mótið 1. apríl, Hjálmarsmótið 2. apríl (þar var aðeins keppt í tvíliðaleik sem gildir ekki til stiga á listanum), Unglingamót HK 15. apríl, Héraðsmót HSK 16. apríl og úrslitakeppnin í deildakeppninni, verið lesin inn í styrkleikalistann.
Meðal þess sem gerðist markvert við þessa uppfærslu er að Eiríkur Logi Gunnarsson, KR, vann sig upp í meistaraflokk í fyrsta skipti. Nafnarnir Ísak Aryan Goyal, KR og Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi, unnu sig upp í 1. flokk.
Ruben Ilera Lopez, Selfossi, var metinn inn á styrkleikalistann vegna árangurs á sínu fyrsta móti.
Frá því að listinn fyrir 1. apríl var birtur hafa leikmenn sem léku síðast árið 2019 verið fjarlægðir af virka listanum. Á listanum sem sést á vefnum eru því aðeins þeir leikmenn sem hafa leikið í einliðaleik frá upphafi árs 2020 til 1. maí 2023. Flestir virkir leikmenn hækkuðu því um sæti á listanum frá listanum sem var birtur fyrir 1. apríl.
Uppfærður listi yfir styrkleikastig óvirkra leikmanna verður birtur á vefnum í sumar.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildarkeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu, [email protected].
Forsíðumynd af Eiríki Loga tekin af fésbókarsíðu BTÍ.