Styrkleikalisti 1. nóvember birtur
Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember 2024 (kallaður eftir viku 44) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hafa Upp og niður aldursflokkamót BH 5. október, Aldursflokkamót HK 12. október, deildakeppnin 19.-20. október og aldursflokkamót Dímonar 26. október verið lesin inn í listann.
Í þessum mánuði bættumst um 40 nýir leikmenn við á þeim þremur aldursflokkamótum sem voru haldin. Því færast því flestir leikmenn á listanum upp um sæti.
Hákon Þór Kristinsson, Garpi, kemur aftur inn á listann af óvirka listanum.
Þessir erlendu leikmenn fóru ekki inn á listann, þar sem þeir eru ekki með íslenska kennitölu: Alexander Fransson Klerck, Víkingi, Carl Sahke, Víkingi, Deniz Riedle, Víkingi og Vincent Guerrero.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildakeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu, [email protected].
Forsíðumynd tekin af fésbókarsíðu BTÍ.