Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Styrkleikalisti 1. október hefur verið keyrður upp aftur

Styrkleikalisti fyrir 1. október hefur verið keyrður upp aftur, þar sem í ljós kom að nokkrir leikir í tvenndarkeppni á Belgíumóti BTÍ í ágúst höfðu verið taldir með á listanum. Þetta voru alls sex leikir þar sem pör mættust, þar sem báðir karlarnir voru með kennitölu (þ.e. eru á styrkleikalista BTÍ) en konurnar voru belgískar.

Skv. reglum um styrkleikalista teljast leikir í tvíliðaleik og tvenndarleik ekki á listanum og var þessum leikjum eytt út af listanum áður en hann var keyrður upp aftur.

Aðrar fréttir