Styrkleikalisti fyrir 1. apríl hefur verið birtur
Styrkleikalisti fyrir 1. apríl 2025 (kallaður eftir viku 14) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hafa Íslandsmótið 28. febrúar – 2. mars, Coca-Cola mót Víkings 8. mars, Íslandsmót unglinga 22. – 23. mars og leikir í deildakeppninni í mars verið lesin inn í listann.
Nokkrir leikmenn, sem náðu góðum árangri á mótunum í mars færðust upp um flokk. Kristján Ágúst Ármann úr BH fluttist upp í meistaraflokk í fyrsta skipti. Heiðar Leó Sölvason úr BH og Krystian May-Majewski úr BR fluttust upp í 1. flokk karla og Emma Niznianska úr BR og Marsibil Silja Jónsdóttir úr Dímon fluttust upp í 1. flokk kvenna.
Alexander Fransson Kleck, Carl Sahle og Vivian Huynh eru ekki með íslenska kennitölu og þeirra leikir telja því ekki á styrkleikalistanum.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildakeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu, asta@bordtennis.is.
Forsíðumynd tekin úr myndasafni BTÍ.