Styrkleikalisti fyrir 1. apríl hefur verið birtur á vefnum
Styrkleikalisti fyrir 1. apríl 2016 (viku 13) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að styrkleikalistinn fyrir 1. mars var birtur hafa þessi mót verið lesin inn í listann:
- Íslandsmót unglinga 5.-6. mars
- Íslandsmótið 12.-13. mars
- Leikir í 1. og 2. deild í mars
Við þessa uppfærslu gerðist það helst markvert að Ellert Kristján Georgsson, KR, Ingi Brjánsson, KR og Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi fluttust upp í 1. flokk í fyrsta skipti.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann telur ekki með leiki í deildarkeppninni.
Eftir á að sía frá flesta óvirka leikmenn nema stigahæstu óvirku karlana en það verður gert á næstunni, og þá munu flestir virkir leikmenn hækka í sæti á listanum. Þegar búið er að taka frá óvirka leikmenn verður birtur listi yfir óvirka leikmenn á vef BTÍ, svo hægt sé að fletta upp þeirra stigum ef þeir snúa aftur til keppni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu ([email protected]) eða Hlöðver ([email protected]).
ÁMU