Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Styrkleikalisti fyrir 1. apríl hefur verið birtur á vefnum

Styrkleikalisti fyrir 1. apríl 2018  (kallaður eftir viku 14) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.

Frá því að síðasti listi var birtur, hafa Íslandsmótið 2018 3.-4. mars, styrkleikamót ÍFR 10. mars, Íslandsmót öldunga 2018 17. mars, Grand Prix mót Víkings og Coca-Cola 24. mars, aldursflokkamót Víkings 25. mars og úrslitakeppni í Raflandsdeildinni verið lesin inn í styrkleikalistann.

Við þessa uppfærslu gerðist það helst markvert að Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi og Ellert Kristján Georgsson, KR, komust upp í meistaraflokk í fyrsta skipti. Harriet Cardew, BH, komst í fyrsta skipti upp í 1. flokk kvenna.

Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann telur ekki með leiki í deildarkeppninni.

Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu ([email protected]) eða Hlöðver ([email protected]).

Mynd af Guðrúnu og Önnu frá Íslandsmóti öldunga 2018.

Aðrar fréttir