Styrkleikalisti fyrir 1. desember 2011 hefur verið birtur á heimasíðu Borðtennissambands Íslands, með fyrirvara um réttar skráningar. 

Í þetta sinn var listinn keyrður upp frá 1. október þar sem stjórn BTÍ ákvað að leikmenn sem ekki hafa íslenska kennitölu skuli ekki fara inn á styrkleikalista. Þjóðverjinn Kai Kappe, sem sigraði á Pepsi móti Víkings í október var því tekinn úr af listanum og allir hans leikir.

ÁMU