Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Styrkleikalisti fyrir 1. desember 2013 hefur verið settur á vefinn

Styrkleikalisti fyrir 1. desember 2013 hefur verið birtur á heimasíðu Borðtennissambands Íslands, með fyrirvara um réttar skráningar. 

Frá því að síðasti listi var birtur hafa Pepsi Grand Prix mót Víkings 2. nóvember, Kjartansmót KR 16.-17. nóvember, héraðsmót HSK 22. nóvember, Grand Prix mót HK 23. nóvember og aldursflokkamót Víkings 24. nóvember verið lesin inn í styrkleikalistann, sem og leikir í 1. deild karla og kvenna og 2. deild karla, alls 641 leikur. Það er líklega met í einum mánuði.

Við þessa uppfærslu gerðist það helst markvert að Sigrún Ebba Tómasdóttir úr KR vann sig upp í meistaraflokk í fyrsta skipti. Þá fluttist Ólafía Ásbjörnsdóttir í Dímon upp í 1. flokk.

ÁMU (uppfært 12.12.)

Aðrar fréttir