Styrkleikalisti fyrir 1. desember birtur á vefnum
Styrkleikalisti fyrir 1. desember 2023 (kallaður eftir viku 49) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hefur Stórmót HK 4. nóvember, KR Open 25.-26. nóvember og deildarleikir í nóvember verið lesnir inn.
Vivian Huynh, BH, var ekki lesin inn á listann þar sem hún er ekki með íslenska kennitölu.
Berglind Ósk Sigurjónsdóttir, Víkingi, Hlynur Snær Stefánsson, Víkingi og Sveinn Sigurðarson, Víkingi, komu aftur inn á listann af óvirka listanum.
Nam Hoai Vu Dang, KR og Oleksii Yahupov, BR, voru metnir inn á listann vegna árangurs í leikjum í nóvember.
Í nóvember gerðist það m.a. Nevena Tasic, Víkingi, endurheimti efsta sætið á kvennalistanum af Lilju Rós Jóhannesdóttur. Þá komust Helena Árnadóttir, KR og Kristján Ágúst Ármann, BH, upp í 1. flokk í fyrsta skipti.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildarkeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu, [email protected].
Forsíðumynd tekin af fésbókarsíðu BTÍ.