Styrkleikalisti fyrir 1. desember birtur á vefnum
Styrkleikalisti fyrir 1. desember 2025 (kallaður eftir viku 49) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hafa úrslit úr Ping-pong móti Víkings 1. nóvember, byrjendamóti KR 9. nóvember og leikjum í deildakeppninni í nóvember verið lesin inn í listann.
Antoni Ben Powichrowski, HK, Luka Delpoux Glevarec, Akri og Viacheslav Cherepynskyi, Akri, voru metnir inn á listann byggt á árangri í nóvember.
Það sem helst hefur gerst markvert frá því að síðasti listi var birtur er að Lúkas André Ólason KR, er kominn upp í meistaraflokk karla í fyrsta skipti.
Carl Sahle, í A-liði Víkings í 1. deild karla, Anja Handén og Agnes Svensson úr liði Víkings í 1. deild kvenna, og Marcus Pestarino í C-liði KR í 2. deild karla fara ekki inn á listann þar sem þau eru ekki með íslenska kennitölu. Því telja leikir gegn þeim ekki inn á listann.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildakeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu, [email protected].
Á forsíðunni má sjá mynd af Lúkasi úr myndasafni.


