Styrkleikalisti fyrir 1. desember hefur verið birtur
Styrkleikalisti fyrir 1. desember 2016 (nefndur eftir viku 48) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að styrkleikalistinn fyrir 1. nóvember var birtur hafa þessi mót verið lesin inn í listann:
- Pepsi Grand Prix mót Víkings, 5. nóvember
- 3. og 4. umferð í 1. deild karla og kvenna 19. nóvember
- Kjartansmót KR í liðakeppni fullorðinna, 20. nóvember
- Leikir í 2. deild, sem fram fóru í nóvember
Það sem gerðist helst markvert til þessa uppfærslu er að Birgir Ívarsson úr BH flyst upp í meistaraflokk í fyrsta skipti. Þá flyst Piotr Zentara úr Víkingi upp í 1. flokk í fyrsta skipti.
Enn á eftir að ljúka vinnu við að fjarlægja konur, sem ekki hafa leikið síðan 2012 af listanum. Henni verður haldið áfram á næstunni. Upphaf árs 2013 var valið sem viðmið, þar sem það er viðmiðið fyrir virka leikmenn vegna úthlutunar fulltrúa á ársþing BTÍ 2016.
Til að finna stig leikmanna, sem léku árið 2012 eða fyrr en ekki eru virkir lengur, þarf að fletta þeim upp í Excel skjalinu Styrkleikalisti 1. nóv.2015, sem er að finna í hægri dálkinum á síðunni, undir Nýtt á bordtennis.is.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann telur ekki með leiki í deildarkeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu ([email protected]) eða Hlöðver ([email protected]).
Listinn var endurkeyrður 12.12. og 13.12. eftir leiðréttingar og eftir að leikskýrsla barst úr 2. deild.
ÁMU (uppfært 13.12.)