Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Styrkleikalisti fyrir 1. desember hefur verið birtur

Styrkleikalisti fyrir 1. desember 2022 (kallaður eftir viku 49) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar. Við þessa uppfærslu hafa Stórmót HK 12. nóvember, PingPong mót KR 19. nóvember, Pepsimót Víkings 20. nóvember og leikir í deildakeppninni frá 1. til 30. nóvember verið lesin inn í styrkleikalistann.

Við þessa uppfærslu gerðist það m.a. markvert að Ladislav Haluska, Víkingi, og Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH unnu sig upp í 1. flokk í 1. skipti.

Nokkrir nýir leikmenn voru metnir inn á listann vegna árangurs í leikjum í haust, m.a. þau Jörg Sonnentag, BH, Mariusz Rosinski, Víkingi og Paulina Lukasik, BR.

Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildarkeppninni.

Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu, [email protected].

Forsíðumynd af Þorbergi úr myndasafni.

Aðrar fréttir