Styrkleikalisti fyrir 1. febrúar 2013 hefur verið birtur á vefnum
Styrkleikalisti fyrir 1. febrúar 2013 hefur verið birtur á heimasíðu Borðtennissambands Íslands, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hafa Nings stigamót Víkings, unglingamót KR, Grand Prix mót KR og leikir í 1. deild karla og kvenna og 2. deild karla verið lesnir inn í styrkleikalistann, alls 265 leikir.
Við þessa uppfærslu gerðist það m.a. að Magnús Jóhann Hjartarson úr Víkingi fluttist upp í 1. flokk í fyrsta skipti.
ÁMU