Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Styrkleikalisti fyrir 1. janúar 2013 hefur verið birtur

Styrkleikalisti fyrir 1. janúar 2013 hefur verið birtur á heimasíðu Borðtennissambands Íslands, með fyrirvara um réttar skráningar. 

Frá því að síðasti listi var birtur hafa Grand Prix mót HK, Nings stigamót Víkings og leikir í 2. deild karla verið lesnir inn í styrkleikalistann, alls 128 leikir.

Við þessa uppfærslu gerðist það m.a. að Jóhannes Bjarki Tómasson úr KR fluttist upp í meistaraflokk í fyrsta skipti.
 
Hægt er að skoða úrslit úr mótum sem fara inn í styrkleikalistann með því að velja Úrslit á vef BTÍ, og síðan viðkomandi keppnistímabil, mót og flokk. Ef eitthvað er rangt skráð vinsamlegast látið þá umsjónarmann listans vita, netfang [email protected].

ÁMU

Aðrar fréttir