Styrkleikalisti fyrir 1. janúar 2014 hefur verið settur á vefinn
Styrkleikalisti fyrir 1. janúar 2014 hefur verið birtur á heimasíðu Borðtennissambands Íslands, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hafa stigamót Víkings 7. desember og leikir í 1. deild karla og kvenna og 2. deild karla verið sett inn í listann, alls 157 leikir.
Við þessa uppfærslu gerðist það helst markvert að Pétur Gunnarsson úr KR og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK unnu sig upp í meistaraflokk í fyrsta skipti.
ÁMU