Styrkleikalisti fyrir 1. janúar 2025 hefur verið birtur á vefnum
Styrkleikalisti fyrir 1. janúar 2025 (kallaður eftir viku 53 2024) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hafa Pepsimót Víkings 1. desember og Unglingamót/jólamót Víkings 7. desember verið lesin inn í listann.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildakeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu, [email protected].
Forsíðumynd tekin úr myndasafni Finns Hrafns Jónssonar frá 1. deild kvenna í okt. 2024.