Styrkleikalisti fyrir 1. júní 2015 hefur verið birtur á vefnum
Styrkleikalisti fyrir 1. júní 2015 hefur verið birtur á heimasíðu Borðtennissambands Íslands, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hafa Subway stigamót Víkings og leikir í 1. deild kvenna, 2. deild karla og Norðurlandsdeildinni verið sett inn í listann, alls 162 leikir.
Hægt er að skoða úrslit úr mótum sem fara inn í styrkleikalistann með því að velja Úrslit á vef BTÍ, og síðan viðkomandi keppnistímabil, mót og flokk. Ef eitthvað er rangt skráð vinsamlegast látið þá umsjónarmann listans vita, netfang [email protected].
Nánari upplýsingar um styrkleikalista og útreikning stiga má sjá í skjalinu: Um styrkleikalista BTÍ 2009 og síðar.
Sjá má hvernig forritið fyrir styrkleikalistann vinnur með því að skoða sk. logskrá. Þar má skoða stigagjöf fyrir hvern leik fyrir sig og sjá hversu mörg stig leikmenn vinna og tapa fyrir hvern leik. Til að finna nafn einstakra leikmanna þarf að velja Control takkann og F samtímis og slá síðan nafn leikmannsins inn í gluggann sem þá birtist.
Sjá nánar: Rating 1.6.2015.log