Styrkleikalisti fyrir 1. júní hefur verið birtur á vefnum
Styrkleikalisti fyrir 1. júní 2016 (nefndur eftir viku 26) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að styrkleikalistinn fyrir 1. apríl var birtur hafa þessi mót verið lesin inn í listann:
- Íslandsmót eldri flokka 2. apríl
- Aldursflokkamót BH 2. apríl
- Grand Prix mót BH 3. apríl
- Lokamót Grand Prix mótaraðar BTÍ 16. apríl
- Lokamót aldursflokka mótaraðar BTÍ 16. apríl
- Bikarkeppni BTÍ 17. apríl
- Styrkleikamót Dímonar á sumardaginn fyrsta, 21. apríl
- Héraðsmót HSK 6. maí
- Leikir í 1. og 2. deild í apríl og maí, þ.m.t. úrslitakeppni
- Leikur um áframhaldandi veru í 1. deild karla 11. maí
- Arctic mótið 14.-16. maí, eingöngu innbyrðis leikir Íslendinga (þ.e. leikmanna með íslenska kennitölu)
Við þessa uppfærslu gerðist það helst markvert að Daði Freyr Guðmundsson, Víkingi, er kominn í efsta sæti á styrkleikalista karla. Þá er hinn efnilegi Ingi Darvis Rodriquez úr Víkingi kominn upp í meistaraflokk, en Ingi er 13 ára.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann telur ekki með leiki í deildarkeppninni.
Eftir á að sía frá flesta óvirka leikmenn nema stigahæstu óvirku karlana. Það verður gert á næstunni, og þá munu flestir virkir leikmenn hækka um sæti á listanum. Það verður gert þannig að eingöngu leikmenn sem hafa leikið frá upphafi árs 2013 verða eftir á listanum. Upphaf árs 2013 er jafnframt viðmiðið fyrir virka leikmenn vegna úthlutunar fulltrúa á ársþing BTÍ á þessu ári.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu ([email protected]) eða Hlöðver ([email protected]).
ÁMU (uppfært 24.7.)