Styrkleikalisti fyrir 1. maí 2018 (kallaður eftir viku 17) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.

Frá því að síðasti listi var birtur, hafa úrslitakeppni 2. deildar 7. apríl, Íslandsmót unglinga 2018 14.-15. apríl, styrkleikamót Dímonar 19. apríl, lokamót aldursflokka- og Grand Prix mótaraðanna 22. apríl og úrslitaleikur um sæti í 1. deild karla á næsta keppnistímabili, 25. apríl verið lesin inn í styrkleikalistann.

Við þessa uppfærslu gerðist það helst markvert að Óskar Agnarsson, HK og Gestur Gunnarsson, KR, komust upp í 1. flokk í fyrsta skipti.

Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann telur ekki með leiki í deildarkeppninni.

Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu (astaurb@gmail.com) eða Hlöðver (hlodver@bordtennis.is).

Á forsíðumyndinni má sjá Gest og Ellert (sem komst í fyrsta skipti upp í meistaraflokki í mars) við æfingar hjá Askim í Svíþjóð.

 

ÁMU