Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember 2014 hefur verið settur á vefinn

Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember 2014 hefur verið birtur á heimasíðu Borðtennissambands Íslands, með fyrirvara um réttar skráningar. 

Frá því að síðasti listi var birtur hafa stigamót Víkings 4. október, Pepsi Grand Prix mót Víkings 11. október, fyrsta vetrardagsmót Dímonar 25. október og leikir í 1. deild karla, 1. deild kvenna og 2. deild karla verið sett inn í listann, alls 207 leikir. 

Við þessa uppfærslu gerðist það m.a. markvert að Eyrún Elíasdóttir úr Víkingi vann sig upp í meistaraflokk í fyrsta skipti. 

Sjá nánar: Rating_log_1.11.2014

ÁMU

Aðrar fréttir