Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember 2015
Styrkleikalistinn fyrir 1. nóvember 2015 fylgir í viðhengi. Einnig fylgir með logskrá (Rating 1.11.2015), þar sem sjá má hversu mörg stig unnust og töpuðust í hverjum leik.
Frá því að listinn var uppfærður síðast, þann 1. október 2015, hafa 346 leikir verið lesnir inn í listann á þessum mótum:
- Boot Camp mót Víkings 3. október
- Aldursflokkamót Dímonar á fyrsta vetrardag, 24. október
- Pepsi Grand Prix mót Víkings 31. október
- Leikir í 1. deildum karla og kvenna og 2. deild.
Leikmennirnir Shahbaz og Shiraz, sem tóku þátt í Boot Camp móti Víkings voru ekki lesnir inn á listann, þar sem ekki hafði borist kennitala fyrir þá. Stjórn BTÍ ákveðið fyrir nokkrum árum að eingöngu þeir erlendu leikmenn yrðu lesnir inn í listann sem hefðu íslenska kennitölu.
Verið er að smíða nýtt forrit fyrir styrkleikalista en þar sem það er ekki tilbúið var listinn keyrður upp á gamla mátann.
Nú eru í fyrsta skipti birtar kennitölur á styrkleikalistanum, enda verður nýi styrkleikalistinn byggður á kennitölum. Vinsamlegast farið yfir ykkar kennitölu og látið vita ef hún er ekki rétt. Einnig væri gott að fá kennitölur þeirra leikmanna sem vantar kennitölu.
Enginn var fluttur yfir á lista óvirkra leikmanna leikmanna í sumar, eins og gert hefur verið undanfarin ár, þar sem nýja styrkleikalistaforritið mun ekki greina á milli virkra og óvirkra leikmanna.
Logskráin: Rating 1.11.2015
Styrkleikalistinn í Excel skjali: Styrkleikalisti 1.11.2015
Skjal um útreikning stiga á styrkleikalista: um_styrkleikalista_bti
ÁMU (uppfært 28.11.)