Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember hefur verið birtur

Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember 2022 (kallaður eftir viku 45) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar. Við þessa uppfærslu hafa aldursflokkamót BH 8. október, aldursflokkamót Dímonar 22. október, Stóra Víkingsmótið 23. október og leikir í deildakeppninni frá 1. til 30. október verið lesin inn í styrkleikalistann.

Við þessa uppfærslu gerðist það m.a. markvert að Nevena Tasic, Víkingi, missti efsta sætið á kvennalistanum, m.a. eftir tap gegn Sól Kristínardóttur Mixa, BH. Sól varð þar með fyrsta íslenska konan til að vinna Nevenu, eftir að hún flutti til Íslands. Sól stökk upp í 3. sæti listans en Guðrún G Björnsdóttir, KR, situr á toppnum en hún hefur ekki keppt í einliðaleik um nokkurt skeið.

Þá vann Michael May-Majewski, BR, sig upp í 1. flokk í 1. skipti.

Nokkrir nýir leikmenn voru metnir inn á listann vegna árangurs í leikjum í október, þ.e. þau Anna Marczak, HK, Guðmundur R. Matthíasson, KR, Rishabh Mishra, KR og Stefán Örn Gíslason, KR.

Dan Delahaye, KR, og Mariest Rosinski, Víkingi, fóru ekki inn á listann þar sem ekki hefur verið skráð íslensk kennitala á þá.

Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildarkeppninni.

Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu ([email protected]).

Aðrar fréttir