Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember hefur verið birtur

Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember 2019 (kallaður eftir viku 44) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar.

Frá því að síðasti listi var birtur hafa Grand Prix mót KR og Keldunnar og U21 árs mót KR 5. október, aldursflokkamót KR 6. október, styrkleikamót Víkings 12. október og leikir sem fram fóru aðra leikjahelgi í deildakeppni BTÍ, þann 19.-20. október, verið lesnir inn í styrkleikalistann.

Við þessa uppfærslu urðu nokkrar breytingar á efri hluta karlalistans vegna nokkra óvæntra úrslita í deildakeppninni. Óskar Agnarsson úr HK hækkaði um 117 stig í október, þar af um 81 stig fyrir að sigra Daða Frey Guðmundsson í Raflandsdeild karla. Alexía Kristínardóttir Mixa, BH, er komin upp í 1. flokk kvenna.

Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildarkeppninni.

Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu ([email protected]) eða Hlöðver ([email protected]).

Aðrar fréttir