Styrkleikalisti fyrir 1. nóvember væntanlegur
Vinna við styrkleikalista BTÍ fyrir 1. nóvember er á lokametrunum, en listinn verður unninn skv. nýju forriti, sem er tengt við mótaforritið Tournament Software. Allir leikir á mótum og í deildakeppninni í október eiga að vera komin á vef Tournament Software, www.tournamentsoftware.com. Eftir á að ganga frá nokkrum atriðum áður en listinn verður keyrður upp. Nýi styrkleikalistinn er keyrður upp út frá kennitölu. Ef kennitölu leikmanns vantar verður hann ekki á nýja listanum og hans leikir teljast ekki með.
Stigin á listanum eru reiknuð á sama hátt og verið hefur, svo það er eingöngu framsetning listans sem mun breytast. Hann mun liggja á vef Tournament Software en hlekkur verður settur þaðan á vef BTÍ, www.bordtennis.is.
Styrkleikalistann fyrir 1. október má sjá hér á vef Tournament Software: http://www.tournamentsoftware.com/ranking/ranking.aspx?rid=170. Hann er líka að finna í Excel skjali í viðhengi við frétt á www.bordtennis.is frá 29.9.2015.
ÁMU (uppfært 8.11.)