Styrkleikalisti fyrir 1. október 2012 hefur verið birtur
Styrkleikalisti fyrir 1. október 2012 hefur verið birtur á heimasíðu Borðtennissambands Íslands, með fyrirvara um réttar skráningar.
Frá því að síðasti listi var birtur hafa Adidasmót Víkings og Unglingamót KR verið lesin inn í styrkleikalistann, sem og fyrsti leikurinn í 1. deild karla, alls 205 leikir, sem allir fóru fram í september.
Eftir á að taka út af listanum þá sem ekki léku á borðtennismóti á síðasta keppnistímabili. Það verður gert fljótlega og verða þeir færðir af lista yfir virka yfir á lista yfir óvirka.
ÁMU