Styrkleikalisti fyrir 1. október hefur verið birtur
Styrkleikalisti fyrir 1. október 2024 (kallaður eftir viku 41) hefur verið birtur á vefnum, með fyrirvara um réttar skráningar. Þetta er bráðabirgðalisti, þar sem kennitölur vantar á nokkra nýja erlenda leikmenn og athuga þarf nánar skráningu á einum leik í 1. deild karla.
Þetta er fyrsti styrkleikalistinn á keppnistímabilinu 2024-2025. Frá því að síðasti listi var birtur hafa Landsmót UMFÍ 50+ og Unglingalandsmót UMFÍ verið lesin inn í listann, en landsmót UMFÍ hafa ekki áður verið lesinn inn í styrkleikalistann. Þá voru leikir í deildakeppninni helgina 28.-29. september lesnir inn.
Þeir leikmenn, sem léku síðast árið 2020, voru teknir út af listanum og færast því flestir leikmenn upp um sæti. Á móti kemur að á 9. tug leikmanna frá unglingalandsmótinu bætast við neðarlega á listann.
Þorgils Gunnarsson kemur aftur inn á listann af óvirka listanum.
Luca De Gennaro Aquino, KR, var metinn inn á listann 25 stigum fyrir ofan stigahæsta leikmanninn sem hann vann.
Eftir á að setja kennitölur á þrjá erlenda leikmenn í 1. deild, þá Alexander Fransson Klerck, Víkingi, Roberto Heurich, Víkingi og Deniz Riedle, Víkingi og fara þeir inn á listann ef þeir eru með íslenska kennitölu.
Meðal þess sem gerðist markvert við þessa uppfærslu er að Dawid May-Majewski, sem er nýgenginn í BH úr BR, vann sig upp í 1. flokk í fyrsta skipti.
Til að skoða styrkleikalistann er valinn flipinn Styrkleikalisti efst á þessari síðu, og er þá hægt að skoða listann og fletta upp einstökum leikmönnum og þeim leikjum sem telja á listanum. Talan fjöldi móta, fyrir aftan hvern leikmann, telur ekki með leiki í deildakeppninni.
Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast hafið samband við Ástu, [email protected].
Forsíðumynd tekin af fésbókarsíðu BTÍ.