Styrkleikamót KR 4. nóvember
Borðtennisdeild KR heldur styrkleikamót sunnudaginn 4. nóvember 2018 í Íþróttahúsi Hagaskóla við Neshaga 3 (miðinngangur). Keppni hefst kl. 10.00.
Keppnisflokkar:
10:00 2. flokkur karla
11:00 2. flokkur kvenna
13:00 1. flokkur karla
13:00 Meistaraflokkur karla
15:00 1. flokkur kvenna
15:00 Meistaraflokkur kvenna
Eingöngu er hægt að skrá sig til keppni í einum flokki.
Fyrirkomulag keppni
Leikið um hvert sæti í flokki ef keppendur eru fleiri en 6. Ef 6 eða færri eru skráðir í flokk verður þó spilað í einum riðli. Ef færri en fjórir eru skráðir í 1. flokk eða meistaraflokk verður leikið saman í meistaraflokki og 1. flokki.
Leikmönnum verður raðað eftir styrkleikastigum þannig að stigahæsti leikmaðurinn leikur við þann stigalægsta í fyrstu umferð, sá næst stigahæsti við þann næst stigalægsta o.s.frv.
Þess vegna verður ekki hægt að bæta við leikmönnum eftir að dregið hefur verið í mótið!
Þrjár unnar lotur þarf til að vinna leik í öllum flokkum. Raðað verður í töflu samkvæmt nýjasta styrkleikalista BTÍ. Leikið verður á Stiga Expert og Butterfly Centrefold 25 borðum með hvítum Stiga 3ja stjörnu plastkúlum. Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum.
Þátttökugjald: 1.500 krónur ef greitt er á keppnisstað. Ef þátttökugjald er greitt við skráningu eða í síðasta lagi 1. nóvember kl. 20 er veittur afsláttur og er þátttökugjaldið þá 1.000 krónur. Gjaldið greiðist inn á bankareikning Borðtennisdeildar KR og skal skrifað í athugasemd fyrir hvaða leikmann er verið að greiða en einnig senda tölvupóst með nafni og kennitölu þáttakanda sem greitt er fyrir á netfangið [email protected].
Bankareikningur: 0137-26-008312, kennitala 661191-1129.
Skráning fer fram á vef Tournament Software (http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=E195C47B-E3FB-4312-8025-B058140C02EB ) til kl. 20 fimmtudaginn 1. nóvember 2018. Setja skal kennitölu sem „Member ID“. Ef ekki gengur að skrá sig á vef Tournament Software má senda skráningu til mótsstjórnar fyrir kl. 20 fimmtudaginn 1. nóvember 2018. Á vef BTÍ (www.bordtennis.is) eru leiðbeiningar um stofnun reiknings og skráningu á Tournament Software. Þeir, sem hafa áður stofnað reikning til að skrá sig á mót geta notað hann aftur.
Kennitölur skulu fylgja öllum skráningum í samræmi við keppnisreglur BTÍ!
Dregið verður í Íþróttahúsi Hagaskóla föstudaginn 2. nóvember klukkan 17:00. Eftir að dregið hefur verið í mótið verður ekki bætt við keppendum, nema að um sannanleg mistök mótsstjórnar sé að ræða. Drátturinn verður birtur á vef Tournament Software.
Bréf um mótið: Styrkleikamót KR í borðtennis 4.11. 2018
ÁMU