Styrkleikastig óvirkra borðtenniskvenna
Á styrkleikalistanum, sem má nálgast með því að smella á Styrkleikalisti efst hér á vefnum og er birtur á vef Tournament Software, eru einungis birtir þeir leikmenn sem hafa leikið síðustu þrjú fyrir upphaf keppnistímabilsins. Núna eru því á listanum þeir leikmenn sem hafa tekið þátt í mótum frá árinu 2019.
Fjölmargir aðrir leikmenn hafa unnið sér inn stig í styrkleikalistakerfinu. Samkvæmt reglugerð um styrkleikalista halda þeir stigum sínum ef þeir hefja keppni á ný. Því þarf að vera til aðgengilegur listi yfir styrkleikastig óvirkra leikmanna. Meðfylgjandi er listi yfir flestar þær konur, sem léku á mótum árin 2013-2018, en eru ekki lengur á virka listanum.
Sambærilegur lista yfir karla var birtur 27.2. 2023.
Óvirkir leikmenn konur 2013-2018 með stigum
Styrkleikalistakerfið var alfarið flutt yfir til Tournament Software í nóvember 2015. Síðasti styrkleikalistinn, sem var birtur úr eldra kerfi, var listinn 1.11.2015. Á honum voru bæði virkir leikmenn og óvirkir, miðað við 1.11.2015. Á þessum lista má því nálgast styrkleikastig leikmanna, sem léku áður en kerfið var flutt yfir til Tournament Software.
Hvernig á að finna stig leikmanns?
Fyrst á að skoða núverandi styrkleikalista. Ef leikmaðurinn finnst ekki þar, er skoðað skjalið Óvirkir leikmenn konur 2013-2018 með stigum, sem er hengt við fréttina hér að ofan, að því gefnu að leikmaðurinn sé kona. Ef leikmaðurinn finnst heldur ekki þar, skal skoða skjalið með styrkleikalistanum 1.11.2015. Hafi leikmaðurinn leikið á þessari öld, eru allar líkur á að hann sé þar að finna.
Til stendur að sameina skjölin hér að ofan, svo aðeins þurfi að leita á einum stað ef leikmaður er ekki á virka styrkleikalistanum, en þeirri vinnu er ekki lokið.