SUBWAY stigamótið í borðtennis
Subway stigamótið í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu
2. maí 2015. Keppendur komu frá félögunum Víkingi, KR, BH, Erninum og HK.
Í meistaraflokki karla sigraði Magnús K. Magnússon Víkingi eftir að hafa sigrað í úrslitaleik gegn Magnúsi Gauta Úlfarssyni BH 3 2 (8-11, 11-5, 11-9, 6-11 og 11-7).
Í meistaraflokki kvenna sigraði Sigrún Ebba Tómasdóttir KR eftir að hafa sigrað Eyrúnu Elíasdóttur Víkingi í úrslitaleik 3 1 (11-6, 8-11, 11-4 og 11-4).
Í 1. flokki kvenna sigraði Berglind Sigurjónsdóttir Víkingi eftir að hafa sigrað í úrslitaleik Hrafnhildi Þórvaldsdóttur KR 3 0 ( 11-2, 11-6 og 11-2).
Í 1. flokki karla sigraði Magnús Gauti Úlfarsson BH eftir að hafa sigrað í úrslitaleik Inga Darvis Víkingi 3 0 ( 11-7, 11-8 og 11-5).
Í 2 flokki kvenna sigraði Stella K. Kristjánsdóttir Víkingi eftir að hafa sigrað í úrslitaleik Þórunni Ástu Árnadóttir Víkingi 3 0 (11-8, 11-9 og 11-5).
Í 2 flokki karla sigraði Birgir Ívarsson BH eftir að hafa sigrað í úrslitaleik Ísak Unnarsson Víkingi 3 2 (10-12, 9-11, 11-8, 11-9, og 11-9).
Í Eldri flokki karla sigraði Pétur Ó. Stephensen Víkingi eftir að hafa sigrað í úrslitaleik Árna Siemsen Erninum 3 1 (11-5, 6-11, 11-4 og 11-4).