Suðurriðill 3. deildar og aðrar breytingar á tímasetningu deildarleikja
Leikið verður í suðurriðli 3. deildar í Vallaskóla á Selfossi laugardaginn 27. nóvember og hefst keppni kl. 12. Þá fara fram þeir leikir sem áttu upphaflega að fara fram 31. október og hefur tvisvar verið frestað vegna kórónaveirufaraldursins. Hægra megin á síðunni má sjá leikina sem fara fram.
Stefnt er á að spila leikina fyrir jól, sem voru upphaflega á dagskrá í suðurriðlinum sunnudaginn 28. nóvember.
Í 2. deild karla átti Akur eftir að leika tvo leiki sem var frestað vegna COVID-19. Akur leikur við Víking-C í TBR-húsinu föstudaginn 26. nóvember kl. 18. Akur leikur svo við HK-B í Íþróttahúsi Snælandsskóla laugardaginn 27. nóvember kl. 11.
Vikingur-C og Víkingur-B munu leika í TBR-húsinu í næstu viku í stað þess að leika í Íþróttahúsi Hagaskóla á laugardaginn og hugsanlega munu HK-B og HK-C leiki í Íþróttahúsi Snælandsskóla eftir helgi. Það eru fyrstu leikirnir í seinni hluta 2. deildar.