Sveina, Kári, Kolfinna, Breki og Jóhann sigruðu á unglingamóti KR
Fimmta unglingamótið í unglingamótaröð BTÍ fór fram í KR-heimilinu við Frostaskjól í dag. Í tveimur flokkum sigruðu þeir sömu og hafa sigrað á öllum hinum mótunum í mótaröðinni, þeir Kári Ármannsson úr KR og Breki Þórðarson úr KR. Sveina Rósa Sigurðardóttir úr KR sigraði í flokki stelpna 12 ára og yngri, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK í flokki stelpna 13-15 ára og Jóhann Emil Bjarnason úr Víkingi vann drengjaflokk 16-18 ára.
Keppendur voru tæplega 60 talsins frá BH, Dímon, Heklu, HK, KR og Víkingi.
Verðlaunahafar í flokki stelpna 12 ára og yngri (Mynd: Ingimar Ingimarsson)
ÁMU