Svíþjóð og Þýskaland Evrópumeistarar í liðakeppni
Evrópumeistaramótinu í liðakeppni lauk um helgina, en mótið fór fram í Malmö í Svíþjóð.
Svíar endurheimtu titilinn í liðakeppni karla eftir 3-1 sigur á Þjóðverjum í úrslitaleik. Frakkar og Portúgalir fengu bronsverðlaunin. Svíar urðu síðast Evrópumeistarar í liðakeppni karla fyrir 21 ári.
Þýsku konurnar vörðu titilinn sem þær unnu á síðasta EM með 3-0 sigri gegn Rúmeníu í úrslitaleiknum og fóru í gegnum mótið án þess að tapa einstaklingsleik. Eins og í karlaflokki fóru bronsverðlaunin til Frakklands og Portúgals.
Myndir teknar af vef ETTU.