Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Sýnt frá úrslitum á EM einstaklinga á RÚV2 21. ágúst

Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna verða sýndir beint á RÚV 2, sunnudaginn 21. ágúst með íslenskri lýsingu:

12:20 EM í borðtennis, úrslit kvenna (RÚV 2)
13:50 EM í borðtennis, úrslit karla (RÚV 2)

Í úrslitum í einliðaleik kvenna mætast Sofia Polcanova frá Austurríki og Nina Mittelham frá Þýskalandi en þær hafa ekki leikið til úrslita áður. Tvær þýskar borðtenniskonur töpuðu í undanúrslitum. Sabine Winter tapaði 10-12 í oddalotu fyrir Sofiu Polcanovu og Xiana Shan tapaði 1-4 fyrir Ninu Mitterham.

Í einliðaleik karla eru líka ný nöfn í úrslitum en þar leika Dang Qiu frá Þýskalandi og Darko Jorgic frá Slóveníu. Dang vann Matthias Falck frá Svíþjóð 4-1 í undanúrslitum. Dang hafði áður slegið ríkjandi meistara, Timo Boll frá Þýskaland út með 4-0 sigri í 8 manna úrslitum. Jorgic komst í úrslit eftir að andstæðingur hans, Kristian Karlsson frá Svíþjóð þurfti að gefa leikinn vegna meiðsla sem hann varð fyrir á hendi í leiknum.

Einnig er hægt að horfa beint á leikina á vef ETTU, sjá ETTU.tv

Úrslit eru ljós í tvíliðaleik og tvenndarleik.

Evrópumeistarar í tvíliðaleik kvenna urðu Sofia Polcanova frá Austurríki og Bernadette Szocs frá Rúmeníu. Þær sigruðu Elizabetu Samara og Andreeu Dragoman frá Rúmeníu 3-0 í úrslitum.

Í tvíliðaleik karla urðu Svíarnir Mattias Falck og Kristian Karlsson Evrópumeistarar. Þeir siguðu Robert Gardos og Daniel Habesohn frá Austurríki 3-1 í úrslitum.

Í tvenndarleik var það franska parið Emmanuel Lebesson og Jianan Yuan sem urðu Evrópumeistarar eftir að þau sigruðu Ovidiu Ionescu og Bernadette Szocs frá Rúmeníu 3-1 í úrslitum.

Á forsíðunni má sjá verðlaunahafa í tvenndarleik, mynd af vef ETTU.

Vefsíða borðtenniskeppni Meistaramóts Evrópu:

https://www.munich2022.com/en/table-tennis

Aðrar fréttir