Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Þátttaka HK í Europe Trophy

HK keppti um helgina í Evrópukeppni félagsliða eða Europe Trophy (Region b) þar sem liðið mætti liðum frá Portúgal, Póllandi, Eistlandi og Lettlandi. Keppnin fór fram í borginni Kuldiga í Lettlandi.

Fyrsti leikurinn var gegn portúgalska liðinu ADC Ponta Do Pargo og þar var við ofurefli að stríða. Liðið var skipað leikmönnum sem eru atvinnumenn í íþróttinni. Leikirnir töpuðust allir og niðurstaðan því 0-3 tap.

Næsti leikur var gegn eistneska liðinu Tal Tech Sports Club og þar veittu HK ingar mun meiri mótspyrnu. Margar lotur voru spennandi og unnust með lágmarksmun þar af fór ein lota í upphækkun hjá Björgvini Inga. Tap engu að síður 3-0.

Þriðja viðureignin var gegn pólska liðinu KS Global Pharma en þar vann Óskar fyrstu lotuna örugglega í sinni viðureign en mátti þó þola 3-1 tap í viðureigninni. Örn veitti sínum andstæðingi harða keppni og fór ein lotan í upphækkun. Viðureignin fór 3-0 fyrir pólska liðið. Pólska liðið var að hluta til skipað atvinnumönnum.

Lokaviðureignin var gegn lettneska liðinu TTC Hercogs og þar var spenna í mörgum lotum. Óskar og Björgvin Ingi unnu hvor um sig lotu í þeirri viðureign, Óskar fór með tvær lotur til viðbótar í upphækkun en tapaði á endanum 1-3. Björgvin Ingi vann fyrstu lotuna í sinni viðureign og þrjár næstu voru hnífjafnar og spennandi en töpuðust. Viðureigning endaði því 3-0 fyrir TTC Hercogs.

Óhætt er að segja að þrátt fyrir allar viðureignir hafi tapast 3-0 þá var þetta góð reynsla og mikil upplifun fyrir HK liðið. Þeir eru reynslunni ríkari og mæla heilshugar með því að taka þátt í Europe Trophy. Það væri gaman að sjá fleiri lið fylgja í kjölfarið á næsta ári.

Nálgast má upptökur af viðureignum á netinu.

Lið HK var skipað eftirtöldum leikmönnum:

  • Bjarni Þ. Bjarnason
  • Björgvin Ingi Ólafsson
  • Óskar Agnarsson
  • Örn Þórðarson
  • Victor Berzoi

Aðrar fréttir