Þrjú lið geta orðið deildarmeistarar í 1. deild karla
Leikir í 7. og 8. umferð í 1. deild karla voru leiknir í TBR-húsinu laugardaginn 13. janúar.
Fyrir þessa leiki voru BH-A og KR-A í forystu í deildinni með 10 stig hvort lið en Víkingur-A í 3. sæti með 7 stig. Víkingar unnu bæði þessi lið um síðustu helgi og blönduðu sér þar með í toppbaráttuna.
Að loknum átta umferðum hafa BH-A og KR-A 12 stig en KR-A hefur hagstæðara hlutfall unninna og tapaðra leikja. Víkingur-A fylgir fast á eftir með 11 stig. BH-A og KR-A mætast í lokaumferðinni.
Það er því hörkubarátta framundan um deildarmeistaratitilinn á milli þessara þriggja liða í síðustu leikjunum, sem fara fram þann 10. febrúar.
HK-A er svo í 4. sæti með 6 stig, BH-B hefur 4 stig og KR-B er á botninum með 3 stig.
Úrslit úr einstökum viðureignum
KR-B-BH-A 3-6
Víkingur-A-KR-A 6-2
HK-A-BH-B 6-2
BH-A-Víkingur-A 1-6
KR-A-HK-A 6-3
BH-B-KR-B 5-5
Á forsíðunni má sjá lið KR-A, sem hefur nauma forystu í deildinni fyrir lokaumferðirnar.