Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Þrjú mót hjá KR 6.-7. febrúar

Borðtennisdeild KR heldur þrjú mót helgina 6.-7. febrúar í Íþróttahúsi Hagaskóla:

Laugardaginn 6. febrúar kl. 13.00 verður Aldursflokkamót KR, sem er mót í aldursflokkamótaröð BTÍ.

Sunnudaginn 7. febrúar kl. 10.00 hefst Hjálmarsmótið í tvíliðaleik með leik í karlaflokki, en kvennaflokkur hefst kl. 12.

Sunnudaginn 7. febrúar kl. 15.00 verður Aðalmótið, þar sem leikið verður með „öfugri“ hendi.

Leikmenn eru hvattir til að kynna sér gildandi sóttvarnarreglur, sbr. frétt á vef BTÍ.

Nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi bréfum.

Þjálfarar, sem vilja skila inn skráningum fyrir hóp leikmanna, eru beðnir um að fylla út meðfylgjandi Excel skjal, frekar en að senda skráningar í texta í tölvupósti.

Aðrar fréttir