Tímaáætlun fyrir deildarkeppnina 16.-17. janúar
Borðtennisdeild KR hefur umsjón með næstu leikjahelgi í deildakeppninni í borðtennis. Leikið verður í Íþróttahúsi Hagaskóla 16.-17. janúar og verður tímaáætlun sem hér segir:
Laugardagur 16. janúar
- Kl. 13.30 3. umferð í 1. deild karla og kvenna, Keldudeildinni
- Kl. 15.30 4. umferð í 1. deild karla og kvenna, Keldudeildinni
Sunnudagur 17. janúar
- Kl. 11.00 3. umferð í 2. deild karla, suðurriðill
- Kl. 13.00 4. umferð í 2. deild karla, suðurriðill
Allar viðureignir verða leiknar á einu borði og seinni viðureignirnar verða ekki settar á stað fyrr en á auglýstum tíma.
Leikmenn eru hvattir til að kynna sér gildandi sóttvarnarreglur, sbr. frétt á vef BTÍ og reglugerð heilbrigðisráðherra, sem er vísað í í fréttinni.