Tímaáætlun fyrir Grand Prix mót HK 4. nóvember
Grand Prix mót HK fer fram í íþróttamiðstöðinni Fagralundi laugardaginn 4. nóvember næstkomandi. Leikið verður í opnum flokki karla og kvenna. Leikinn er einfaldur útsláttur, fjórar lotur unnar. Einnig verður B-keppni fyrir þá keppendur sem detta út í 1. umferð.
Leikið verður með 3ja stjörnu kúlum.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 4 sætin.
Dagskrá mótsins er eftirfarandi:
Laugardagur 4. nóv kl. 11:00: Opinn flokkur kvenna
Laugardagur 4. nóv kl. 12:00: Opinn flokkur karla
Þátttökugjald í mótið er kr.1000-.
Hægt er að greiða keppnisgjöld inná reikning 536-26-5337 kt. 6309810269, 1.000 kr.
Muna að setja kennitölu keppanda í skýringu með greiðslu.
Síðasti skráningardagur er 3. nóvember kl. 18:00. Skráning fer fram a https://tournamentsoftware.com. Ef það gengur ekki þá er hægt að skrá hér: goo.gl/forms/6FNZW0wIkK
Dregið verður í íþróttahúsi Snælandsskóla 3. nóv. kl 18:30.
Bréf um mótið: Grand Prix HK_2017
ÁMU (uppfært 1.11.)