Tólf nýir landsdómarar
Í dag, laugardaginn 15. febrúar, fór fram dómaranámskeið og landsdómarapróf í húsnæði ÍSÍ. Jóhannes Bjarki Urbancic, alþjóðadómari, hafði umsjón með námskeiðinu og prófinu.
Prófið var með erfiðara móti en samt sem áður tókst 12 af 15 þátttakendum að ná því og öðlast þar með landsdómararéttindi BTÍ.
Nýju dómararnir koma úr ýmsum félögum og þar á meðal dómarar frá Leikni og Ungmennafélaginu Þristi.
Dómararnir nýju eru eftirfarandi:
- Eyrún Elíasdóttir – Víkingi
- Sigurjón Ólafsson – HK
- Rafael Rökkvi Freysson – Ungmf. Þristi
- Ari Jökull Jóhannesson – Leikni
- Viktor Daníel Pulgar – KR
- Sigurður Einar Aðalsteinsson – BH
- Heiðar Leó Sölvason – BH
- Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir – KR
- Marta Dögg Stefánsdóttir – KR
- Gunnar Skúlason – KR
- Þórunn Erla Gunnarsdóttir – KR
- Benedikt Aron Jóhannsson – Víkingi
Borðtennissambandið óskar nýju dómurunum til hamingju og góðs gengis í störfum sínum.
Myndin er frá námskeiðinu en hana tók Auður Tinna Aðalbjarnardóttir.