Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Erfiðir leikir hjá íslenska liðinu á fyrsta degi EM u13 í Zagreb

Íslenska liðið hóf leik á fyrsta degi á EM u13 í Zagreb þann 14. júní. Liðið, skipað þeim Guðbjörgu Völu Gunnarsdóttur, Helenu Árnadóttur, Heiðari Leó Sölvasyni og Kristjáni Ágústi Ármann, var í C-riðli með sterkum þjóðum, Azerbaidjan, Póllandi og Svíþjóð. Leikið var við öll þessi lið þann 14. júní og töpuðust allir leikir 0-5. Ein lota vannst, en hana vann Guðbjörg Vala gegn Azerbaidjan. Nokkrar lotur töpuðust með tveggja stiga mun.

Eftir fyrstu umferðina var aftur skipt í riðla, og þann 15. júní leikur Ísland í riðli 5 með Bosníu Herzegovínu og Portúgal.

Vefsíða mótsins: https://www.ettu.org/en/events/european-under-13-championships/draws—results/
Á vefnum er sýnt beint frá nokkrum leikjum, auk þess sem hægt er að fylgjast með stöðu leikja í rauntíma.

Forsíðumynd úr myndasafni.

Aðrar fréttir