Töp hjá unglingunum gegn Bosníu Herzegóvínu
Bæði stúlkna- og piltaliðið töpuðu 0-3 fyrir Bosníu Herzegóvínu á EM unglinga í dag.
Sól Kristínardóttir Mixa vann fyrstu lotu íslensku leikmannanna á þessu móti. Hún vann fyrstu lotuna í sínum leik 11-5 og tapaði 3. lotunni í framlengingu. Leiknum tapaði hún 1-3 (11-5, 2-11, 11-13, 6-11).
Leikjum í fyrstu riðlunum er því lokið og búið að raða liðum í næstu umferð.
Stúlkurnar eru í P-riðli með Austurríki, Lettlandi og Möltu. Þær leika 8. júlí kl. 9 og 14 og síðasti leikurinn fer fram 9. júlí kl. 9.
Piltaliðið leikur í O-riðli með Danmörku og Slóveníu. Leikirnir fara báðir fram 8. júlí, kl. 9 og 14 að staðartíma.