Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Töp í fyrstu leikjunum á EM unglinga

Sigrún Ebba vann einu lotuna í morgunleikjunum á EM unglinga (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson)

Íslenski unglingalandsliðshópurinn kom á mótsstað EM unglinga í Ostrava í Tékklandi í gærkvöldi eftir um 18 klst. ferðalag.

Liðin töpuðu fyrstu leikjum sínum í morgun. Juniorlið og kadettlið drengja töpuðu 0-3 fyrir Hvíta-Rússlandi og stúlkurnar töpuðu 0-3 fyrir Belgíu. Ein lota vannst í morgun en hana vann Sigrún Ebba Tómasdóttir.

Næstu leikir eru eftir hádegi en þá leika stúlkurnar við Litháen, junior drengirnir við Spán og kadettarnir við Holland.

Hægt er að fylgjast með úrslitum á mótinu á heimasíðu mótsins http://www.ping-pong.cz/eyc2013/index.php?page=home

ÁMU

Aðrar fréttir