Tvö íslensk lið keppa á EM unglinga
Ísland sendir tvö lið til keppni á EM unglinga, sem fram fer í Belgrad í Serbíu 6.-15. júlí. Íslensku liðin leika í flokki stúlkna (junior, 16-18 ára) og pilta (kadett, 15 ára og yngri).
Þessir leikmenn skipa lið Íslands:
Stúlkur
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
Kristjana Áslaug Káradóttir Thors, KR
Sól Kristínardóttir Mixa, BH
Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR
Piltar
Alexander Ivanov, BH
Einar Karl Kristinsson, BH
Tómas Hinrik Holloway, KR
Þjálfarar og fararstjórar eru Tómas Ingi Shelton, unglingalandsliðsþjálfari og Pétur Gunnarsson.
Íslensku stúlkurnar leika í I-riðli með Englandi, Finnlandi og Bosníu Herzegovínu.
Piltarnir eru í J -riðli með Litháen, Montenegro og Bosníu Herzegovínu.
Keppni hefst miðvikudaginn 6. júlí.
Uppfært 6. júlí.