Tvöfaldur KR-sigur í liðakeppni á Kjartansmótinu í borðtennis
KR-ingar sigruðu tvöfalt í liðakeppni karla og kvenna á Kjartansmótinu í borðtennis í KR-heimilinu í dag. KR-ingar sigruðu einnig í fjórum flokkum í liðakeppni unglinga, Víkingar í tveimur og HK í einum. Góð þátttaka var í mótinu og voru skráðir keppendur 88 talsins.
Kjartan Briem, sem mótið er kallað eftir, og Davíð Jónsson, sigruðu Daða Frey Guðmundsson og Magnús K. Magnússon úr Víkingi 2-1 í úrslitum í karlaflokki. Þeir varðveita því Kjartansbikarinn, sem Kjartan gaf sjálfur fyrir þremur árum. Synir Kjartans, Stephan og Benedikt, sigruðu í liðakeppni hnokka 11 ára og yngri.
Í liðakeppni kvenna sigruðu Aldís Rún Lárusdóttir og Ásta Urbancic úr KR Hrefnu N. Finnsdóttur og Kolfinnu Bergþóru Bjarnadóttur úr HK 2-0 í úrslitum.
ÁMU (uppfært 20.11. og 26.11.)
Sigurvegarar í liðakeppni karla og kvenna (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson)