Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Um nýjan styrkleikalista BTÍ

Síðustu vikur hefur verið unnið að því að taka upp nýtt umsjónarkerfi fyrir styrkleikalista Borðtennissambands Íslands, þar sem það kerfið sem var í notkun var orðið gamalt og erfitt að finna tölvu sem hægt var að nota til að keyra listann upp. Listinn verður nú tengdur við mótaforritið Tournament Software og því þarf aðeins að slá leiki einu sinni inn í forritið en ekki tvisvar, eins og áður þurfti að gera þegar sérstakt forrit óháð mótaforritinu keyrði upp styrkleikalistann. Nýja forritið reiknar stig á sama hátt og það gamla en birtir stöðuna á vef Tournament Software, www.tournamentsoftware.com og er listinn jafnframt aðgengilegur á flipanum Styrkleikalisti efst á síðunni www.bordtennis.is. Ásta M. Urbancic, Einar Geirsson og Hlöðver Steini Hlöðversson hafa unnið að því að taka þetta nýja kerfi upp en Ingimar Ingimarsson hefur verið tengiliður við TS. Nú er svo komið að listi fyrir 1. nóvember / viku 44 er tilbúinn, og er hann svo til eins og styrkleikalistinn sem keyrður var upp með gamla forritinu. Aðeins munar 1 stigi á örfáum leikmönnum vegna þess að leikir í riðlum voru ekki alltaf lesnir inn í sömu röð í bæði forritin.

Nú er unnið að því að gera sambærilegan lista fyrir 1. desember og verður hann tilbúinn skömmu eftir að úrslit úr Héraðsmóti HSK þann 15. nóvember hafa verið lesin inn í Tournament Software. Listinn fyrir 1. janúar verður svo tilbúinn þegar Víkingsmótið 5. desember er kominn inn í Tournament Software.

Til þessa hafa nokkrir óvirkir karlar meðal stigahæstu leikmannanna verið teknir út af listanum en eftir á að hreinsa út alla óvirka leikmenn (sem eru leikmenn sem ekki hafa leikið síðan vorið 2014). Ef þessir leikmenn hefja keppni að nýju þarf að leita að þeirra stigum á gamla styrkleikalistanum hægra megin á vef BTÍ.

 

ÁMU

Aðrar fréttir