Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Umfjöllun um borðtennis á Laugarvatni í Skinfaxa

Í 2. tbl. Skinfaxa 2023, tímariti Ungmennafélags Íslands, er á bls. 42 fjallað um borðtennisiðkun á Laugarvatni, en Laugarvatn er einn af þeim stöðum á landinu þar sem borðtennis er á uppleið.

Nýlega var stofnuð spaðaíþróttadeild innan Ungmennafélags Laugdæla, sem æfir borðtennis í íþróttahúsinu á Laugarvatni og æfa nú um 40 börn og unglingar íþróttina.

Í Skinfaxa er rætt við Halldóru Ólafs, fyrrum Íslandsmeistara, sem þjálfar iðkendur á Laugarvatni ásamt Rubén Illera López, Spánverja sem býr á Selfossi.

Fram kom að deildin nýja er að safna sér fyrir fleiri borðum en eins og staðan er núna á deildin aðeins tvö borð, og þau gömul.

Aðrar fréttir