Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Umfjöllun um Hákon Atla hjá RÚV

Ítarleg umfjöllun var um feril Hákons Atla Bjarkasonar, fremsta borðtennisspilara meðal fatlaðra á Íslandi í dag, í íþróttafréttum RÚV í gær sunnudaginn 18. febrúar. Þar segir Hákon Atli frá aðdraganda þess að hann hóf að spila borðtennis en ferillinn hófst árið 2009 í framhaldi af alvarlegu bílslysi sem hann varð fyrir.

Hákon Atli er mikil fyrirmynd fyrir aðra fatlaða og ófatlaða borðtennisspilara. Hann leggur mikið á sig og undanfarið hefur hann helgað sig íþróttinni m.a. með keppni erlendis. Markmið eru háleit en hann ætlar að reyna að komast inn á Paralympics sem er afar metnaðarfullt enda aðeins 12 spilarar sem hljóta keppnisrétt á Ólympíumót fatlaðra.

Það er ástæða til að hvetja alla áhugasama til að kynna sér umfjöllun RÚV.

 

Aðrar fréttir