Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Undanúrslit í Keldudeildinni á laugardag

Á laugardaginn, 30. apríl, fara fram undanúrslit í Keldudeild karla í Snælandsskóla í Kópavogi. Leikirnir hefjast klukkan 11 en húsið opnar kl 10.

Liðin sem mætast í Keldudeild karla eru

Víkingur A – HK A
BH A – KR A

Úrslit í öllum deildum karla, Keldudeild sem og 2. og 3. deild, fara fram sunnudaginn 8. maí. Keppni í Keldudeild kvenna lauk 26. febrúar með sigri Víkinga á KR.

Undanúrslit í 2. og 3. deild fara fram laugardaginn 7. maí. Nánar um staðsetningu og tímasetningu á næstu dögum.

Aðrar fréttir