Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Unglingalandsliðið fyrir EM tilkynnt

Tómas Ingi Shelton, unglingalandsliðsþjálfari hefur tilkynnt val liðanna sem fara á EM unglinga. Send verða tvö lið, í kadettflokki meyja (fæddar 2004 og síðar) og juniorflokki drengja (fæddir 2001-2003).

Leikmenn:
Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi
Harriet Cardew, BH
Ellert Kristján Georgsson, KR
Gestur Gunnarsson, KR
Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi

EM unglinga fer fram í Ostrava í Tékkalandi 12.-21. júlí.

Unglingalandsliðshópurinn æfir stíft um páskana en auk EM unglinga verða send lið til keppni á Norður-Evrópumóti unglinga í Eistlandi 26.-28. júní.

Á forsíðumyndinni má sjá Agnesi Brynjarsdóttur, sem verður yngsti leikmaðurinn í mörg ár til að taka þátt í EM unglinga fyrir Íslands hönd.

ÁMU (uppfært 18.4.)

Aðrar fréttir